Fyrir nokkru varð ég vitni að umræðum sem mér finnast mjög lýsandi fyrir Húsvíkinga og Húsavík. Þetta eru svona umræður þarsem kjaftasögurnar verða til........þar sem enginn veit neitt en hver og einn hefur dregið sína eigin ályktun. Þar sem ég geri í því að vera ekki svona stóð ég bara hjá og tuldraði ofan í hálsmálið hjá mér "get a life!"
Þess má geta að ég heyrði þessar samræður ekki allar, þannig að ég veit ekki enn um hvern var verið að tala, en svona ef ég giska-þá held ég að það hafi verið kona, fráskilin eða ekkja. Annars er mér slétt sama.............ég á fullt í fangi með mitt eigið líf.
Þátttakandi 1: "Ég sá'ana labba fram hjá heima í gær og það var einhver maður með henni"
þátttakandi 2 og3: "Nú'" "Hver var það?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki"
Þátttakandi 2:"Er hún komin með mann?"
Þátttakandi 3: "Ég hélt hún væri með einhverjum á Akureyri"
Þátttakandi 2:"Nú það hlýtur þá að vera búið" (Það er greinilega bara hægt að fara frá Húsavík til Akureyrar, ekki öfugt!!)
Þátttakandi 4: "Leiddust þau?"
Þátttakandi 1: "Ég sá það ekki".................................................
Ég vona að ég verði aldrei svo sorgleg að standa í svona umræðum.(Er að reyna venja mig af þessu slúðri alltaf hreint) Afhverju er fólki ekki sama um hvað fólk sem það þekki ekki neitt er að gera? Faðir minn vill meina að þetta sé náunga kærleikur, ég vil meina að þetta séu leiðindi......................Í gvuðanna bænum, fáið ykkur bók að lesa!