Ég held ég hafi minnst á það einu sinni að ég þjáist af einhverri húsavíkurparanoju, þ.e. veiki þar sem þér finnst endilega eins og það sé alltaf verið að fylgjast með þér. Ég verð að viðurkenna að mér var farið að líða eins og ég væri þátttakandi í Gran Hermano (Big Brother) um daginn. Merkilegt hvað fólk er mikið að tala um aðra hérna.(veit að ég er alls ekki saklaus) Og merkilegt að fólki skuli finnast það merkilegt hvað ég er að gera, það sem mér finnst eiginlega merkilegast við það er mér finnst ég ekki þekkja neinn hérna, þess vegna finnst mér þessi áhugi svo merkilegur, já af því að ég þekki í rauninni voða fáa. í alvörunni þetta er bara eins og á Kúbu, la vigilancia allstaðar............nema það er ekki klagað í Castro heldur Mömmu!............. þannig er mál með vextu að fyrir tveim vikum var móðir mín spurð útí búð, eða útá bílastæði eða eitthvað hvort það væri kominn tengdasonur, þá hafði þessi kona séð mig labbandi útí bæ með e-h manni (sem ég hafði svo sem verið að "hitta" en hafði nú ekki séð ástæðu til að tilkynna foreldrum mínum um)
-Hvað er að?