fimmtudagur, maí 01, 2008

-Hvernig hljómar íslenska fyrir útlendingum?


Þegar ég var búin að vera u.þ.b. 5 mánuði í Hondúras, þá varð ég þess "heiðurs" aðnjótandi að komast einmitt að því hvernig íslenska hljómar fyrir útlendingum. Þannig voru mál með vextu að ég var eini íslendingurinn í Hondúras, sem ég vissi um, á þessum tíma og þar af leiðandi talaði ég ekki íslensku mjög oft, nema við mömmu sem hringdi 1 sinni í mánuði, og þá var það sko erfitt.

Ég vissi að þeir væru að koma, íslensku strákarnir 3, og var ég svolítið farin að kvíða fyrir að þurfa að fara tala íslensku, því ég var alveg handviss um að ég væri hætt að geta það. Ekkert mál að tala spænsku eða ensku...en ekki íslensku.

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk inn á svæðið sem við áttum að vera á á þessum AUS-hittingi, búin að sitja í skelfilegum, eldgömlum, amerískum Schoolbus með hænum, kanínum og ég veit ekki hverju fleira úr dýraríkinu. Já, ég gekk inn á svæðið og heyri þar sem þrír strákar eru að tala eitthvað svakalegt tungumál sem líktist einna helst rússnesku, 10 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að ég skil allt sem þeir segja og 5 sekúndum seinna geri ég mér grein fyrir því að þeir eru að tala ÍSLENSKU!
Ég var allt kvöldið að safna í mig kjarki til að reyna að tala við þá. Fyrstu setningarnar mínar á íslensku voru víst samsettar úr íslenskum orðum og spænskum sögnum með íslenskum beygingareindingum. Það má eiginlega deca að þetta kvöld hubiera ég hablað spíslensku.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha alltaf jafn duglega að blogga svanlaug min:D
vona að þu gefir mer goða vinnueinkunn hehe(sma djokur:D)

kv. elvar í verslo:D

Svan sagði...

Jæja þá er kominn próftitringur í fólkið :)

siggadisa sagði...

Hljómar ekki vel get ég ímyndað mér

Nafnlaus sagði...

Ef tetta hafa verid strákar frá reykjavík, hefur tetta verid hryllilegt... toli ekki hvernig reykvískir strákar talar... ojoj... tad segja margir ad islenska hljomi eins og finnska... mér finnst tad lika... rosalegt hvernig LL er borid framm :)hilda

Svan sagði...

Á spænsku þá? Það er að vísu er það ekki betra á íslensku....Af hverju verður ll = dl sbr. kalla, halla...