miðvikudagur, maí 28, 2008

Vinur hennar Hrefnu kominn aftur....

Ég komst að því fyrir nokkru að það var ekki strákurinn af efstu hæðinni sem ég hjálpaði upp úr snjó"skafli" hérna fyrr í vetur...Núna veit ég bara ekkert hverjum ég hjálpaði....bara einhverjum snoðuðum 17. ára strák....

Ég hafði nefnilega bara séð þennann á efstu hæðinni einu sinni...það var í ágúst þegar ég var að skila sameigninni af mér í fyrsta skipti, þá kom þessi til dyranna og var einhver svakaleg 5 ára gella með honum, þannig að ég gerði ráð fyrir að hann væri bara 5 ára líka...

Síðan birtist þessi maður hér í stigaganginum fyrir mánuði síðan.....og fór að heilsa mér!!!! Og auðvitað verður mér alltaf hugsað til Hrefnu.

Engin ummæli: