-það er eitthvað sem ekki á saman.
Í morgun kom ég seint í vinnuna, 3-mín, af því að sonur hjónana á efstu hæðinni festi sig á leiðinni út af bílastæðinu, ég sá að hann var að festa sig þegar ég kom út. Ég hugsaði "hann hlýtur nú að losa sig úr þessu, þetta eru bara 10-15 cm, nýfallið og engin hálka undir . Ekkert til að vera fastur í." En nei! haldiði ekki að maðurinn hafi ekki enn verið fastur þegar ég ætlaði að fara, þá var ég búin að eyða um 10 mín í að moka ofan af bílnum mínum. Þá hafði ekki enn hvarflað að honum að bakka aðeins, til að losa sig. Maðurinn var örugglega búinn að spóla í gegnum malbikið.
-Við erum að tala um að þetta lið hægir á sér og stoppar helst, ef það sér fram á að þurfa fara í gegnum smá snjó, svona bara svona til að festa sig örugglega.
föstudagur, janúar 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ohh hann er svo dead sexy gaurinn hjá hjónunum á efstu hæð til hægri...
jisús ég lá stundum bara út í glugga sko... og passaði mig stundum á að fara út þegar ég sá hann koma hahaha
nei kannski ekki alveg en drullu hot gaur madur,
var alltaf að bíða eftir hann myndi banka uppá ;)
en það gerðist víst aldrei :(
Hann hlýtur að vera fluttur. Ég sé aldrei neitt nema gamlar konur og manninn sem ekki er skráður til heimilis í íbúðinni hér fyrir ofan. Um daginn mætti ég honum meir'að segja á nærbrókini í þvottahúsinu!!!! Það var hvorki skemmtleg né fögur sjón!!! Núna er ég bæði með gat á hornhimnunni og sálinni !!!!
hehehe... tid erud klikkadar bádar tvær :)
Svanlaug... rvk-ingar hafa nátturulega aldrei séd snjó ádur... tad tarf adeins ad læra á tetta... tegar er smá jólasnjór í dk, er øllum gøtum lokad og fólk bedid um ad halda sig innandyra og hringja í vini og ættingja til ad kvedja, tad halda allir ad tad sé ad koma heimsendir!!!
Hilda mín, þú ert ekkert að skafa utan af því! Það væri sem sagt ekki gott ef baunarnir fengju skafrenning einn daginn, myndu þeir þá ekki fara út í garð, grafa sína eigin gröf, leggjast síðan ofan í og bíða þess að þá fennti í kaf. Það myndu Spánverjar örugglega gera. :)
Skrifa ummæli