Ég á vangefinn nágranna, Hrefna mín þú veist alveg hver það er, og hann er með kærastamál mín á heilanum. Við erum að tala um það að maðurinn nefnir þessi mál við mig í hvert einasta skipti sem við hittumst, sem betur fer gerist það ekki nema svona 1-2 í mánuði.
Einu sinni var pabbi í heimsókn, þá spurði K hann hvort hann væri kærastinn minn. Þegar pabbi neitaði því og sagðist vera pabbi minn þá sagði K að það gæti ekki verið...........hann væri svo ungur.
Síðan var ég að tala við K aftur núna og þá spurði hann mig hvort ég væri með kærasta, enn og aftur..... En núna var ástæðan af því að hann hafði séð mig tala við eitthvað karlkyns, ljóshært heima hjá mér í stofunni!!!! Ég taldi honum trú um að þetta hlyti að hafa verið bróðir minn eða eitthvað :) Hann þyrfti að komast til Kúbu þessi, þarsem fólk fær borgað fyrir að kjafta um nágrannana.
föstudagur, janúar 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
HAHAHAHA
hann er nátla bara snillingur svannlaug...
allir vinir mínir og svo líka Alla sem stóðu með mér bakdyramegin að reykja voru spurðir að þessu hahaha það kom nátla nett sjokk á fólkið að vera spurt að þessu hahaha
bíddu bara þegar soffía fer að biðja þig um að hjálpa sér, kaffivélin var eithvað biluð ég fór upp að hjálpa henni og var að sína henni hvernig átti að gera þegar ég leit svo við sá ég að hún var ekkert að fylgjast með horfði bara eithvað fram og inní stofu hjá sér ég nátla bilaðist úr hlátri og hljóp fram hahahaha
nú verð ég að fara fylgjast betur með blogginu þínu verður að koma með fleiri svona sögur við Alli nátla elskum þau sko hahaha
kveðja hrefna yr
já já hvað það er ekkert að því þó ég hafi skrifað svanlaug með 2 N-um hér að ofan hahaha bara leggja áherslu á nafnið sko hahahaha
kveðja hrefna yr
Það er eins gott að ég er ekkert viðkvæm fyrir þessari spurningu. En það sem mér þótti merkilegast var að maðurinn væri að fylgjast með gestum inni í stofu hjá mér.
Þetta er nú bara dónalegt hjá þér verð ég að segja. Maðurinn er bara að reyna að vera vinalegur og þú skítur yfir hann. Þroskinn í hámarki hjá þér. Kv. Nemandi þinn í Spænsku
Skrifa ummæli