þriðjudagur, desember 18, 2007

Eru dagblöðin hætt að hafa fólk í vinnu......

.....við lesa yfir texta til að tékka málfar og stafsetningu áður en þeir fara undir augu almennings!!!.......

Hvernig getum við eiginlega ætlast til þess að útlendingar læri íslensku, þegar við getum það ekki einu sinni sjálf?????? Og ráðum fólk sem greinilega þekkir ekki muninn á því að deyja og drepast, dauð og dáin, éta og borða.....og svo mætti lengi telja.

Af hverju getur fólk ekki bara munað það að dýr drepast, eru dauð og éta, á meðan þau eru enn á lífi. Þar af leiðandi byrjar maður fréttina sína ekki svona "Kona lá eftir dauð..." (þið getið séð afgang hér)

Af hverju getur fólk annars ekki bara munað að sagnirnar hlakka og kvíða taka með sér nefnifall, og að maður kaupir gjafir handa fólki en ekki fyrir það. (nema þú sért sérstaklega greiðvikinn og sért að kaupa gjafir fyrir Pétur og Pál, sem þeir ætla síðan að gefa einhverjum öðrum.) Maður talar við lækni en ekki læknir.

Þetta er nú það sem fer mest í taugarnar á mér í dag. Ég ímynda mér ekki að ég sé best í íslenskri málfræði, en stundum stend ég sjálfa mig að því að telja málfræðivillur hjá fólki sem ég tala við, ef það er sérstaklega slæmt.

Ein spurning í lokin:
Hver er munurinn á seinasta og síðasta? Hver er munurinn á því að segja "seinasta laugardag" og "síðasta laugardag"?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Textavarpið slær nú allt út. Mætti stundum halda að útlendingar væru í vinnu við prófarkalestur..

kv Koppur

Svan sagði...

Æ já ég gleymdi alveg að minnast á það.

Nafnlaus sagði...

Svo er það Skráin á gömlu vík, hægt að treysta á að minnsta kosti eina villu þar í viku. Núna eru þær þrjár án þess að leitað sé.

Siggadisa

Nafnlaus sagði...

En það merkilega í sambandi við textavarpið er að þar starfar sérstakur málfarsráðunautur og hans eina verk, skilst mér, er að fara yfir málfars- og stafsetningarvillur. Allavega var auglýst eftir slíkum starfskrafti fyrir einum 5 árum síðan og voru menntunarkröfurnar ekki minni en háskólagráða í íslensku.

Unknown sagði...

Ji, hann hlýtur að vera hættur.............annars er HÍ alvarlega farið að fara aftur.