föstudagur, desember 14, 2007

Þýðinga mistök


Ég var að horfa á einkar góðann þátt í vonda veðrinu í dag um 5 leitið. Eitt atriðið gerðist á lögrelustöð þar sem lögreglan neitaði að láta glæpakvendi laust vegna þess að það hafði farið úr bænum, eftir að hafa framið glæp en hafði verið látin laus gegn tryggingu. En glæpakvendið hafði farið til að huga að ungum syni sínum og komið síðan aftur til baka. En núna harðneitaði lögreglan að láta hana lausa af því að hún væri "flight risk".

Þýðingin bjargaði þessum annars leiðilega þætti alveg fyrir mér, þýðandinn virtist skilja það sem svo að með þessu "flight risk" væru handritshöfundarnir auðvitað að vitna til þess að konan væri hættuleg í flugvél, og þess vegna vildi lögreglan loka hana inni þangað til dómur yrið kveðinn upp yfir henni. Ekki sú að þeim þætti líklegt að konan myndi flýja.

Engin ummæli: