þriðjudagur, desember 12, 2006

Skrýtnir nágrannar og annað furðulegt fólk

Já, ég á fuðulega nágranna......fólkið sem á íbúð hinum megin við bílastæðið ætlaði aldrei að fá sér gardínur, konan gekk fram og aftur á brjóstahaldaranum, ég get svo svarið það að það var orðið daglegt brauð að mæta henni á haldaranum á hverjum morgni þegar ég fór í vinnuna
Síðan á ég annann nágranna sem ég reyndar hef ekki hugmynd um hvernig lítur út eða hvar nákvæmlega á heima........en það eitt veit ég að honum þykir góð hugmynd að vera saga, með vélsög, eða munda gradda til að ganga 2 á nóttunni og snemma á morgnana um helgar....Er þetta fólk venjuleg.


Síðan er ein spurning til þeirra sem þekkja mig:
Er ég með eitthvað sérstaklega stingandi augnaráð? Horfi ég eitthvað óþægilega mikið í augun á fólki ??? Er eitthvað tabú sem ég veit ekki um með það að horfa í augun á fólki þegar maður talar við það eða?
(Ástæðan fyrir því að ég spyr er að manneskja sem ég hitti annað slagið virðist alltaf fara hjá sér ef eitthvað augnsamband myndast. t.d. ef ég lít upp frá einhverju sem ég er að gera og augnsamband myndast um leið, eða ef ég kveð og verður það á að líta í augun á þessari manneskju)

Svar óskast

5 ummæli:

Svan sagði...

Afhverju er enginn búinn að svara?

Svan sagði...

Ég fer nú að taka þessu sem að ég hafi FRÍKÍ augnaráð.....

siggadisa sagði...

Hef ekki orðið vör við þetta

Nafnlaus sagði...

Nei ekkert sérstaklega stingandi finnst mér amk

Nafnlaus sagði...

Kannski roðnar manneskjan niður í tær þegar þú lítur í augu hennar..