Honum bróður mínum áskotnaðist orðabók um daginn, þá Pétrísku - íslensku.......
Það sem fólki dettur ekki í hug...maðurinn hlýtur að eyða heilu dögunum í að snúa útúr
skæluskjóða-blaðafulltrúi LÍÚ, þarsem hann skælir stöðugt yfir bágri afkomu sjávarútvegs
sköndlaskoðun- heimsókn í Reðursafnið á Húsavík
Sem minnir mig á þegar ég var að vinna í ferðamannaupplýsingum á Húsó þegar þýsk túristakona kom og hvíslaði yfir borðið hjá mér í miklum upplýsingartón að orðið phallus (sbr. phallus museum=Reðursafn) gæti misskilist á þýsku....já að phallus gæti bæði þýtt steinn og (svo hvíslaði hún enn lægra) typpi......(það munaði engu að ég öskraði úr hlátri (hafið ekki áhyggjur, ég hló bara mikið innra með mér)). Mér þótti nú lúmskt gaman að segja henni að phallus væri nú einmitt í seinni merkingunni.
spólgraður - maður sem verður graður af því að horfa á bláar spólur
kúlukílingar- golf
þriðjudagur, desember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli