sunnudagur, desember 03, 2006
Það er byrjað aftur.......
Já, undanfarið hafa mér verið að berast símtöl í heimasímann þar sem spurt heftur verið eftir Erlingi, ég veit ekki hvort ég hef rekið sögu þessarra símtala hérna, en alla vegana er þetta búið að ganga á síðan ég fékk símanúmerið......og náði hápunkti sínum þegar allt í einu vorum við komnar með talhólf á heimasímann, þarsem fólk var mikið að spyrja útí mótorhjól, bíla til sölu og verð..... Svanlaug snillingur tók það upp hjá sjálfri sér að breyta upphafsskilaboðum talhólfsins, við litlar vinsældir hjá eiganda hólfsins. Eftir það hefur nú ekki mikið verið hringt í Erling, fyrr en núna uppá síðkastið.......Og nú er annað hvort spurt eftir honum, já nú eða skellt á ( reyndar gæti kannski verið að þessar áskellingar tengist öðru, kannski á ég leynilegann aðdáanda, ja eða kannski Helgi bróðir) (ég hef nefnilega aldrei náð að ræða þetta við áskellarann) En ég gæfi mikið fyrir að eiga símanúmerabirti. (Forvitnin gæti drepið mig þegar fólk skellir á)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við viljum benda á að það er enginn Erling í þessu númeri. Þar með seljum við ekki mótorhjól né bíla. Reynandi væri þó að spyrja hvort við seldum fasteignir. Annars er hann Erling upptekinn inn í herbergi.
kveðja Kleppur.
Kleppari minn, ég þekki manneskju sem actually heitir Rósa, þú verður að velja þér annað nafn
Ef ykkur gengur illa að setja inn athugasemdir, prófið þá að nota eitthvað annað en explorer, eða jafnvel velja other eða anonymous..., bara ekki gleyma að kvitta með nafninu ykkar
Skrifa ummæli