Jæja þá er minns kominn í smá heimsókn á norðurlandið.
Ég var reyndar búin að velta því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara eða ekki fara, 1 heil vika í frí frá vinnunni, sá bara fram á leiðindi og slæping í borg roks og rigningar, forvitni að sjá vinkonu ólétta,...var þó tvístígandi vegna ótrúlegrar hálku, óveðurs, slysa-fælni minnar. (Ein sem fer varla út fyrir bæjarmörk að vetri til, vegna slysahræðslu)
Jæja ferðin hófst í rigningu í vesturbæ Reykjavíkur, viðkoma í þjóðarbókhlöðu, bókum skilað, skuld borguð. Stopp í Nýja Garði, reynt að ná í ba-ritgerð, skrifstofa lokuð.
Stopp í Orkunni, maður þarf víst bensín til að komast alla leið. Rigning ágerist þegar förin færist nær Grafarvogi, styttir upp þegar ekið er inn í Mosfellsbæ (tilviljun?). Endalaus hringtorg. Margir vörubílar. Léleg þurkublöð. Ónýt þurkublöð. Lendi á eftir Vörubíl, skítugum vörubíl, ónýt þurkublöð, mikið rúðupiss, sé þann kost vænstan að elta ljósin á vörubílnum, veit ekki hvert ég er að fara. En allt endar vel að lokum og stoppa í Esso í Borgarnesi, er rænd, 1300kr fyrir 1 nýtt þurkublað, þvílíkur glæpur. (Er að hugsa um að sækja nýja þurkublaðið mitt út og sofa með það uppí hjá mér í nótt)
Keyri beinustu leið norður til Húsavíkur. Hata alla íslenska útvarpsmenn, þeir tala of mikið. Það er verið að byggja voða sæta nýja brú yfir Laxánna.
Er hætt að vera skylda að lækka ljósin þegar maður mætir bíl?
Ég óska "heilögum Valentínusi" til hamingju með afmælið