fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ekki hundi út sigandi

Maður er bara rifinn upp fyrir allar aldir til að skutla liðinu í vinnunna. Pabbi er nefnilega fastur úti í sveit í brjáluðu veðri, á bílnum.
Það er brjálað veður, fullt af snjó, og svo heimta þau að ég skutli þeim, á litla lága Golfinum. Við erum að tala um að það voru bara Jeppar á ferðinni sem allir hugsuðu að "þessi ætti nú eftir að festa sig" en nei Golfinn hélt greinilega að hann væri bara jeppi líka þannig að nú er ég búin að fara niður á bryggju, á verkalýðsskrifstofuna og heim aftur. Ég mætti að vísu snjóruðningstæki hérna í götunni þegar ég kom aftur, núna held ég að ruslatunnan okkar sé horfin, ég heyrði alla vegana mjög grunsamleg hljóð áðan á meðan snjóruðningstækið skóf stéttina hjá okkur. Best að fara og gá.....