fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Farlama

Já mér tókst að stórslasa mig í bíói á sunnudagskvöldið......Hver slasar sig annars í bíói?
Þetta var svona atriði sem maður hefur séð í teiknimyndum. Ég var búin að gleyma að það væru tröppur þarna, náði að taka tvö skref í loftinu þangað til að ég fór að hrapa. Var samt ótrúleg hetja og sat í gegnum myndina....fór síðan upp á slysó á mánudag og fór í röntgen.......Er ekki brotin, bara tognuð og farlama, ég get ekki einu sinni keyrt bíl. en ég get vaskað upp og sett í þvottavél, það eru afrek dagsins.

Annað er það að frétta að ég hata blogger, hann hefur ekki enn viljað birta síðustu færslu frá mér,,,,,