miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Helvítins beljan

Það kom kelling til mín í vinnunna í dag, sem afrekaði það að láta mér líka illa við sig áður en ég var búin að heilsa henni. (Að vísu hef ég afgreitt hana áður en.............) . Ég heyri að bjallan sem hringir þegar gengið er inn hringir þegar ég fer fyrir hornið hjá uppþvottavélinni, (um 5-6 m frá afgreiðslunni) ég skelli 2 diskum í (þess má geta að fólk heyrir það alveg að það hringir bjalla þegar það kemur inn) og sný við, rétt áður en ég kem fyrir hornið aftur er manneskjan farin að hringja "vantar afgreiðslu bjöllunni". Hvað er að?! Það líða kannski 10 sekúndur frá því að manneskjan gengur inn þar til hana er farið að "vanta afgreiðslu"!!!!!!!
Mér var skapi næst að troða bjöllunni ofan í kok á henni en hefndi mín stað þess með því að vera extra lengi að afgreiða hana, fyrst hún var að flýta sér svona voðalega........

Engin ummæli: