Ég þjáist af andleysi. Er að kafna af Húsavík og Húsvíkingum, hvernig getur fólk búið hérna allt árið um kring? Alltaf sama fólkið. Alltaf sama umræðuefnið. (Hvað eru hinir að gera? meir'að segja fólk sem það þekkir ekki neitt) Alltaf verið að velta sér upp úr því sama.
Ég er með bolluofnæmi. Skil ekkert í þessu fólki sem flykkist til mín og slafrar í sig rjómabollum í hálfa gjöf, veit það ekki hverskonar viðbjóður þetta er (veit að bakarinn er sammála mér). Sjálfsagt finnst manni allt viðbjóður sem maður sér 1000 stykki af á dag og drullast út um allt.
Svo er bara öskudagurinn eftir, hundruðir syngjandi barna (þá verð ég komin með barnaofnæmi), er að hugsa um að melda mig veika á öskudaginn því ekkert er verra upptjúlluð börn af sykuráti