laugardagur, febrúar 19, 2005

Fólk sem talar hátt

Ég verð að viðurkenna að fólk sem talar hátt fer virkilega í taugarnar á mér, fólk sem getur aldrei þagað fer að vísu líka í taugarnar á mér, en fólk sem gerir bæði er náttúrulega bara dauði og djöfull. Ég veit bara um eina manneskju sem gerir það og það vita nú allir hún þolir engan vegin að athylglin beinist að einhverju öðru en henni.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta fólk sem talar svona hátt sé eitthvað heyrnarlaust sjálft og haldi að við hin séum svoleiðis líka, ég verð að viðurkenna að ég hef oft verið komin langt inn í bakarí og samt heyrt það sem fólk er að segja frammi, er það ekki óþarfi þegar manneskjan sem þú talar við situr í 50 cm fjarlægð, svo er fólk hissa á því að það viti allir allt um alla í þessu skuði.
Og fólk sem getur aldrei þagað, hvað er að því? Er það hrætt við þögnina?

P.S. Nú getum við öll andað léttar því ekki verður lengur þörf á sílikondælingu til að gera barm sinn bústinn, það verður hægt að láta dæla í sig tilbúnum fitufrumum gerðum úr stofnfrumum, lífsgæðunum er misskipt, sumir djöflast í ræktinni til að losna við fitufrumurnar sínar og aðrir láta dæla í sig fitufrumum. (sjá linkinn)