Já Herdís mín núna skal ég segja frá Þorrablótinu. Veit bara ekki alveg hvar ég á að byrja
Við skulum bara byrja á nokkrum staðreyndum. Þorrablót er náttúrulega ekkert annað en árshátíð með svona smá útilegustemningu og ....ja .....örlítið meira áfengi. Þegar ég segi útilegustemningu er ég ekki að meina við höfum haft tjaldi með okkur og tjaldað frammi á Rauða Torgi, eða uppi á sviði eða eitthvað svoleiðis, en mér datt í hug þegar við vorum búin að pakka matnum niður og komin út í bíl að við værum einmitt á leiðinni í útilegu og þar að auki var mamma búin að vera elda og vesenast í að pakka niður mat mest allann daginn, eins og hún gerir þegar við förum í útilegur.
Undir dansi spilaði svo hin sívinæla Danshljómsveit Friðjóns (sú sama og var á ballinu sem við fórum á í haust), með aðal hittarann "Þá stundi Mundi" og allir voru að skemmta sér alveg konunglega og ég þar á meðal (ég vil kenna áfenginu um, það er almennu hungri (hver borðar yfir sig af svona þorramat??))(úff ég er bara verða eins og Krugerinn)