Sko, það er nóg komið af snjó hérna! Sumstaðar eru tveggja metra ruðningar og skaflar hér í bænum og enn er verið að spá snjókomu, það var reyndar bara eitt snjókorn (og mér sýndist það reyndar falla á Þeistareykjum) en þessar veðurfréttir ljúga alltaf, það þýðir nú lítið að segja mér að það komi bara eitt snjókorn í viðbót. !!!!!!!!!!!!!!!!!! Við erum að kafna í snjó hérna, snjór uppá miðja glugga, reyndar sér Helgi ekkert út um sinn glugga (en það skiptir kannski minnstu máli, því ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma dregið frá honum svo.......................) Það liggur við að þegar maður fer niður í bæ á bíl þurfi maður að stoppa bílinn á hverjum einustu gatnamótum, smegja sér út og kíkja fyrir hornið á ruðningnum til þess að athuga hvort óhætt sé að halda áfram, síðan eru þeir þarna hjá bænum svo lengi að átta sig á því að það eru líka til fólk sem labbar, svo það líða alltaf svona 2-3 daga þar til þeir fara með snjóblásarann á stéttarnar !!!!!!!!!!!!!!!!! Það er greinilegt að ég er ekki feig, því ég er alla vegana ekki enn dottin fyrir bíl sem strýkst upp við mig um leið og hann keyrir framhjá mér 40 kílómetra hraða og ég hringsnýst eins og skopparakringla í leiðinni. Jón Örvar er líka 2var búinn að reyna að drepa mig á gröfunni. Einu sinni var ég að labba í vinnunna kl 9 að morgni til, þá kemur Jón Örvar bakkandi á gröfunni, á fyrrnefndum 40 km hraða og stefnir í áttina að mér, ég átti bara fótum fjör að launa Og í hitt skiptið var hann búinn að króa mig af.......ég veit þetta var hann því enginn annar sem keyrir gröfu er líklegur til að reyna að drepa mig svona oft.