Ég gleymdi að segja frá svolitlu fyndnu
Ég gerði Helga bróður alveg orðlausann um daginn, ég held hann hafi haldið að ég væri alveg gjörsamlega búin að missa það í þetta skiptið. Þannig er mál með vextu að ég minntist á það um daginn, nokkrum dögum áður en ég gerði hann orðlausann, að maður kæmist ekkert áfram í þessu þjóðfélagi nema ganga í Sjálfstæðisflokkinn og bla bla bla og að maður ætti nú bara að fara gera það....o.s.frv. Auðvitað var þetta bara spaug, eins og þeir sem þekkja mig hljóta að vita.
Svo á þriðjudaginn fer ég að fá Moggann sendann, fékk 3 vikna fría áskrift að Mogganum. Helgi fer náttúrulega furða sig á þessu bunka sem alltí einu var til af Mogganum á þessu heimili, belive u me, það er ekki einu sinni árlegur viðburður. Og auðvitað dettur upp úr mér að ég hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn og þar með fengið þessa 3 vikna áskrift að Mogganum. Maðurinn varð bara alveg kjaft stopp, halda mætti að ég hefði annað hvort slegið hann eða sagt honum að ég seldi blíðu mína fyrir áskrift að Mogganum, ég get svo svarið það að það voru komin tár í augun á honum, enda maðurinn farinn að sjá það fyrir sér að hann þyrfti að afneita systur sinni.
Svo fór ég út í dag og mokaði snjóskafl svo ég kæmist út á snúru með þvott, ég hélt ég yrði ellidauð í þessum mokstri, enda nær þessi skafl hálfa leið til himins.