föstudagur, ágúst 24, 2007

Jæja þá er hún Aude farin heim. Ég dró hana niður í bæ á klukkan 10 að morgni menningarnætur. (Hvað? Það er ekkert að þessari setningu). Við lögðum við Dropann og gengum svo Barónsstíg og síðan niður Laugarveginn. Þegar við vorum komnar niður Laugarveginn og Bankastrætið líka, gengum við fram á þennan ofboðslega mannfjölda. Þá var Reykjavíkur-maraþonið í fullum gangi. Þar sem við vissum af einum kunningja mínum á hlaupum þarna þá ákváðum við aðeins að hinkra, en sáum hann ekki. Síðan héldum við áfram niður á Hallærisplan og horfðum á indverska dansara. Síðan fórum við í Kolaportið. Þar kenndi ýmissa grasa og þar var líka mjög skrítin lykt. Í Kolaportinu keyptum við einmitt harðfisk og hákarl, því ég taldi vinkonu minni trú um það í kvikindisskap mínum að það væri nú ekki hægt að koma til Íslands án þess að bragða þetta hnossgæti..........

Síðan héldum við áfram og eiginlega til baka aftur, því nú lá leið okkar upp að Hallgrímskirkju, þar sem við settumst niður með maltextrat og frönsk horn. Ég beið spennt eftir að geta gefið vinkonu minni hákarlinn. Við opnuðum harðfiskinn, maltið og mauluðum á hornunum, þegar mér sýndist vinkona min vera búin að borða opnaði ég dósina með hákarlinum............. Hún tók bita og stakk honum upp í sig.........ég beið spennt eftir að hryllingssvipurinn kæmi á andlitið á henni, en hann kom ekki.....henni fannst hákarlinn bara ágætur.


Við dönduluðumst niðri í bæ, urðum fyrir því að einhverjir latíno-gæjar reyndu að taka okkur á löpp með því að bjóða okkur í siglingu....Hver veit hvenær eða hvor okkur hefði verið skilað aftur?????? Síðan var okkur líka boðið í mat til Ástu og Baldvins.

frh. síðar...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oj... tetta er kvikindisskapur Svanlaug... hef ALDREI smakkad hákarl... samt komid oft til íslands :) hilda

Svan sagði...

Allt í lagi, alltí lagi, ég skal fara í kolaportið og kaupa hákarl handa þér áður en þú kemur næst til landsins.