Já síðan fór ég með Aude í matarboðið. Þar hittum við fyrir maraþonhlaupara og deitið hans. Maraþonhlauparinn hafði lokið maraþoninu þarna um daginn á sex klukkustundum, á meðan aðrir voru að klára það á 3 og hálfri klukkustund, og þá er ekki að tala um sjálfa mig. Þið vitið það alveg að mér dytti aldrei í hug að hlaupa meira en 4 metra í einu, er það ekki? Ólyginn segir að það hafi einn sjötugur lokið keppini á undan maraþonhlauparanum, sem er þó enn á þrítugsaldri. Það þótti frekar broslegt allt allt kveldið.
Síðan fórum við á tónleika á Miklatúni, þarsem elstu tónlistarmenn landsins kepptust við að fá hjartaáfall.......Sem betur fer slapp það nú til að einhver dræpist á þessum tónleikum. Annars þótti henni Aude Megas vera merkilegasti tónlistarmaðurinn, hún skildi engan veginn í því að manninum væri hleypt svona drukknum í sjónvarp, útvarp og upp á svið. Síðan lá leiðin á flugeldasýningu og síðan heim til Maraþonhlauparans í partý....... Þar sem fólk á einum tímapunkti var komið í að reyna láta sér detta einhverja í hug sem hægt væri að spyrða saman við einhleypingana í partýinu. Ég stoppaði það af þegar kærasta maraþonhlauparans lét sér detta í hug að fara koma mér saman við bróður sinni. (það var of mikið af því góða!!!! Hilda mín, þú veist af hverju.) Enda mér mein illa við að það sé verið að koma mér saman við hina og þessa. Aðallega hina samt. Frh....Þetta er svo löng saga að ég meika ekki meira
sunnudagur, ágúst 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli