mánudagur, ágúst 06, 2007

Á barnum

Mig rak í rogastans þegar ég var að "fletta" El País og rak augun í þessa mynd. Þetta er einmitt bar sem við stelpurnar fórum á á Tenerife. Fínasti bar með írskristemmingu. En ekki er hún falleg fréttin sem fylgdi. Þar er sagt frá því að 21 árs "karlmaður" af arabískum uppruna hafi látið lífið eftir að hafa verið sleginn af einum af dyravörðum staðarins. Faðir hins látna vill meina að margir af þeim mönnum sem vinna sem dyraverðir séu drápsvélar án þess að þurfa á byssum eða hnífum að halda og hafi mikla fordóma gagnvart múslimum og dökku fólki.

Engin ummæli: