Jæja nú er hún Aude mín komin. Við erum búnar að fara á Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Seljalandsfoss og svo alla leiðina til baka til Rvk-ur, og komum náttúrulega við í Eden til að fá okkur ís með dýfu, dýfa er óþekkt fyrirbæri í Frakkalandi. En tær snilldar uppfinning að sögn súkkulaði svínsins Audar. Aude átti nú samt besta frasan í Hveragerði þegar ég var að rúnta með hana um bæinn og var komin með hana upp á golfvöll sem er fyrir ofan bæinn. "Er þetta ekki svolítið lítill vegur til að geta verið til Reykjavíkur???" Ég fékk kast.
Síðan erum við stöllur búnar að eignast uppáhalds lag í íslensku útvarpi, Allt fyrir ástina, með honum Páli Óskari. Þvílíkt lummu lag, sambland af diskói og teknói. En við tökum nú samt alltaf upp á því að fara raula það, þvílíkt sem það festist í heilanum á manni....
Við fórum í "útilegu" á Snæfellsnes. Fórum í gærmorgunn og komum aftur í kvöld, þ.e. föstudagskvöld. Það hvarflaði að mér að kíkja í tjaldpokann kvöldinu áður en við fórum, en gleymdi því síðan aftur, satt að segja fannst mér það ekki þurfa því að ég var bara búin að tjalda einu sinni, og mundi eftir því að hafa tekið það upp aftur heima til að þurka það eftir vosbúðina á Höfn um árið á Humarhátíð. Síðan ætluðum við að gista í þessu fína tjaldi í Ólafsvík, en nei nei, haldið þið ekki að himininn hafi ekki verið týndur og tröllum gefinn..... Þá hafði tjaldið verið í geymslu hjá foreldrum mínum og Hemmi litla dýr ekki farið í útilegu við Botnsvatn,
í tjaldinu mínu!!!! (mig rámar nú eitthvað í það
núna að hafa lánað honum það). Hemmi segist ekki hafa komið öllu dótinu fyrir í tjaldpokanum og því fór himininn í bakpoka sem vinur hans á, og þar er hann örugglega enn....ef hann er ekki kominn á haugana. Þannig að við máttum gjöra svo vel að gista í bílnum!!! Frábær útilega! Ekki satt?