miðvikudagur, apríl 05, 2006

"jii"

Það var einmitt það sem hrökk uppúr mér þegar ég var u.þ.b. að standa upp úr stólnum á hárgreiðslustofunni. (það hafði samt ekkert við strípurnar og klippinguna að gera). Ég var búin að vera að hlusta á tvær vinkonur tala saman, sem höfðu greinilega panntað sér saman tíma í klippingu (alltaf gaman saman). Ég veit ekki hvað svona kvendi kallast en "gelgjur á þrítugsaldri"kemur upp í hugan........ Kærasti þessarrar háu dökkhærðu hafði boðið henni og 6 ára syni hennar til útlanda yfir páskana....síðan var hann eitthvað farinn að draga til baka með það, vegna þess hversu dýrt það er og fór fram á að hún borgaði hluta........Síðan kom heil ræða um hvað þessi kærasti væri ömurlegur og la la la.........og litla ljóshærða vinkona hennar hlustaði alltaf á og tók þátt í þessu.........endalaus ræða um ömurlegleika kærastans......Og ekki komst ég hjá því að heyra þessa ræðu....Þetta var orðið svo rosalegt baktal að ég er bara enn miður mín...Síðan þegar ég stend upp úr stólnum heyri ég að sú litla ljóshærða segir "þú átt ömurlegasta kærasta ever" þá var mér allri lokið og þetta "jii" hrökk uppúr mér. Guð, hvað mér langaði að spyrja hvað hún væri að gera með þessum strák sem væri greinilega væri svo ömurlegur..............