sunnudagur, apríl 09, 2006

Leyndó

já svona er það þegar maður er að reyna að læra smá.......búin að setja í þvottavél, og nú byrjuð að blogga engin er eirðin, hringja í Ástu, það sama uppi á teningnum þar á bæ.....dauð klæjaði í tunguna að kjafta í hana leyndarmáli.....kjafta því bara í Hildu í fyrramálið.(þá get ég sagt að ég hafi endst tvo daga :)) Þetta var sko furðuleg símtal, hugsa að ég hafi ekki heyrt helminginn af því sem Ásta var að segja mér bara af því að ég var að leita af fullt af öðrum hlutum til að segja Ástu í stað LEYNDARMÁLSINS...
Hvað er annars með leyndarmál......afhverju langar mann svona rosalega að kjafta?
Þetta er meir'að segja eitthvað svo nauða ómerkilegt að ég hreinlega skil ekki afhverju þetta þarf að vera leyndarmál !!!!!
Segi ég bara af því að mig klæjar svo í tunguna.....
Kveðja
Lauga blaðurskjóða