ja eða svona næstum því, einir átta tímar eftir.
Ég hef mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að gera árið upp á þessu bloggi. Ég verð bara að viðurkenna að ég veit bara alveg hvar ég á að byrja. Ég get ekki gert upp við mig hvert skemmtilegasta atvikið á þessu ári var, annars var rosa gaman þegar Jóna kom til mín til Valencia, sérstaklega fyrsta kvöldið þegar við fórum bara 2 saman á djammið, það var ekki alveg jafn gaman að vakna daginn eftir. En síðan var líka rosa gaman að fara til Reykjavíkur í nóvember, verst að sumir skyldu þurfa lögreglufylgd til að komast heim, og þá er ég EKKI að tala um sjálfa mig. (Vona bara að betur fari þegar ég kem í febrúar)
Neyðarlegasta atvikið var óumdeilanlega þegar 2 franskar stúlkur stóðu upp á veitingastað og betluðu brauð af næsta borði (þetta með glóðaraugað og gítarinn var í fyrra)
Ef ég hefði farið á harmonikkutónleika þá hefði það verið það allra leiðinlegasta sem ég hefði lent í árinu, en ætli ég verði ekki að láta tímana í Dialectologia nægja.
En afrek ársins er örugglega að koma jólakortinu til Guðnýjar Ster í fyrradag, vona bara að hún finni það einhverntímann.