laugardagur, desember 18, 2004

Hæ hæ aftur

Ein bara dugleg að blogga? hugsiði sjáfsagt með ykkur þegar þið lesið þessi orð. já internetið er sko komið í lag og ég bara í svona frábæru skapi....... þetta er nefnilega ekkert lítið skemmtilegur dagur, búin að fara í jólagjafainnkaupin, senda fullt af jólakortum, ég var líka ekkert smá stollt af sjálfri mér í gærkveldi að hafa rumpað þessum jólakortum af, held ég eigi samt einhver eftir, annars held ég að það sé nú varla alvarlegt, en jæja.....
Samt verð ég eiginlega að viðurkenna að ég keypti eiginlega stærðstu jólagjöfina handa sjálfri mér, ég er samt að hugsa um að pakka henni inn og skrifa bara "Til:Svanlaugar, Frá:Grílu" Ég keypti nefnilega svona Krullusléttitæki, og ekki vanþörf á!

Úpps!!Ég held ég hafi verið að komast að því hvert uppáhaldslagið mitt sé, allavegana þessa dagana............skrýtið, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart, það er muse lag, ég hef ekki hlustað á muse lengi og satt að segja verð ég að viðurkenna að muse minnir mig alltaf á fyrrverandi bekkjarfélaga minn sem gekk oft og yðurlega(er'etta annars ekki skrifað með uffsiloni) í bol merktum muse. Ég vona að þetta ástfóstur mitt standi engan vegin í tengslum við þennann bekkjarfélaga.............