föstudagur, desember 17, 2004

Já ætli það sé ekki rétt, að ég þurfi að fara blogga, það er langt síðan síðast.
En ég.....ég..........ég hef afsökun. Hann Helgi bróðir, maldito, stútaði einhverju rafmagnsdrasli svo ekki var hægt að fara á netið hérna á heimilinu í 2 vikur.

Annars er mjög lítið að frétta, nema ég á eftir að kaupa ALLAR jólagjafirnar og skrifa ÖLL jólakortin nema eitt..............Hvað er að mér? Ekki það að ég hafi allann heimsins tíma til að versla, ég er nú að vinna frá 9 til 6, og hvenær ef ekki á þessum tíma fer maður í búðir. Eg er þó búin að versla jólafötin, nú getur amma loksins farið að sofa á nóttunni, ég held að þetta hafa verið farið að valda henni svefnörðuleikum, það væri nú ljótt ef ég hefði nú farið í jólaköttinn...............MJÁ, en þessu með jólakortin verðu kippt í liðinn í kvöld og jólagjöfunum á morgunn................vonandi sem flestum

Ég hef verið að pæla í svotlu, ég hef reyndar oft pælt í þessu en það er þetta orðatiltæki "andskotinn á honum"
Dæmi.:
-Helgi, andskotinn á honum, braut spennubreytinn.


Hvað er þetta "andskotinn á honum"?

svar óskast