
Aðalmálið á Kársnesi þessa dagana er sennilega stækkun Kópavogshafnar. Ég las frétt um málið á www.mbl.is áðan þar sem verið var að fjalla um málið og fjallaði greinin aðallega um hversu margar athugasemdir hefðu komið fram í sambandi við þessa stækkun. Ég geri ráð fyrir að allar athugasemdirnar séu á neikvæðunótunum en það sem mér þótti merkilegast var að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að taka allar athugasemdir til greina. Mér sýndist á greinini að þeir sem væru ungir, þ.e. undir 18 ára aldri hefðu ekki rétt á að hafa skoðun á málinu. Einnig var minnst á að fólk yfir níræðu hefði líka haft skoðun á málinu og mér fannst eins að það ætti ekki að hafa skoðanir. Á maður þá bara að hætta að hafa skoðanir þegar maður nær ákveðnum aldri? Hver er sá aldur? Er það á sama tíma og maður fer á ellilífeyri? Á maður þá bara ekki að missa kosningaréttinn þá líka?
Annað sem mér þótti sérstaklega athyglisvert var að heimilisköttur hefði skilað inn athugasemd og fylgdi með greinini að athugasemd kattarins yrði ekki tekin til greina. En mín spurning er:Afhverju ekki? Fyrst hann getur komið henni í orð?
1 ummæli:
Góð spurning!
siggadisa
Skrifa ummæli