
Farþegar og ökumaður strætó í San Pedro Sula (mínum heimabæ)voru rænd rétt fyrir utan El Carmen. Tveir vandræðaunglingar stigu upp í vagninn rétt eins og um venjulegt fólk væri að ræða, síðan réðust þeir á vagnstjórann og þar á eftir á hina farþegana. Sumir hverjir sem í vagninum voru misstu allt sem þeir höfðu á sér, þar á meðal mánaðarlaunin sem höfðu einmitt verið útborguð þennann dag. Hringt var í lögreglu eftir að atburðurinn átti sér stað og kom einn lögreglumaður á vettfang, ekkert bruðl þar á bæ.
mynd tekin af www.laprensahn.com