Ég uppástóð það með sjálfri mér að ég þyrfti endilega að eignast fægiskóflu, og endilega í dag......á öskudeginum sjálfum!!!!!!! (Það var greinilega ekki bara í fyrra (í kaldhæðnislegum tón) sem ég var komin með svo mikið ofnæmi á börnum að ég velti því fyrir mér að láta binda hnút á eggjaleiðarana á mér, (ég hlustaði á öll börn á Húsavík syngja))...
Ég álpaðist nú inn í rúmfó og komst að því að jú!!! það var öskudagur, greip fægiskófluna, komst að því að kertin voru öll á 99 eða 199, keypti nokkur. og komst að því Sylvía Nótt er vinsæl meðal barnana......það voru stelpur undan mér í röðinni sem kunnu allt lagið (ég held það að minsta kosti) Það bergmálaði alla vegana töff-töff-töff þarna í endan.
miðvikudagur, mars 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli