mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja

Ég er búin að vera að vinna alla helgina Skilaði BA-ritgerðinni (næstum fulllokinni)á fimmtudaginn. Komst að því á föstudaginn að ég fengi ekki að útskrifast í feb. þannig að ég mun eyða næstu fjórum mánuðum í að vera búin með allt, en óútskrifuð........frábært!! En svo sem mér að kenna þar sem að ég valdi mér svo leiðinlegt efni að það var alveg kvöl og pína að halda sér við efnið....Er alveg búin að komast að því að svona Málvísindi og þýðingafræði eru ekki fyrir mig, ég er hreinlega ekki nógu smámunasöm í þetta. Ég fæ nú bara æluna mér dettur í hug signo lingüístico (máltákn). Ég get svo svarið það að það var EKKI í lagi með þessa menn sem veltu sér uppúr þessu daginn út og daginn inn.
Annars er allt í góðu..........smá kvef....ja, kannski spurning um að ég sé að verða biluð, þar sem ég er farin að blogga fyrir kl 8 að morgni til.....