föstudagur, janúar 06, 2006

Já, já, ég er enn á lífi

Sæl veriði, ég biðst velvirðingar á fjarveru minni
Ég er enn að rembast við að koma saman ba-ritgerðinni minni, það sem stendur einna helst í vegi fyrir mér er mín eigin leti og tímaleysi

Annars er allt gott að frétta, rosa gott....
Hafði það rosa gott um jólin
Hitti Guðnýju stef á annann í jólum og fórum við á Baukinn, hitti þar einn bekkjarbróður.........sem stökk á mig og óskaði mér gleðilegra jóla!! (allt í fínu með það) nema hvað hann tjáði mér það einnig að hann hefði þekkt mig aftan frá!!!!!!!!!!! (Hvað er málið með það???!!)
Síðan var ég í borg bleytunnar yfir áramótin og skemmti mér svona rosa vel í partýi á sólvallagötunni........og fór því aldrei niður í bæ.....þettað var eitt ódýrasta djamm sem ég hef farið á!!! (sem er náttúrulega bara ánægjulegt á þessu síðustu og verstu tímum)Buddan er ekki feit eftir jólin, ólíkt flestum öðrum

Er að fara á sumarbústaðadjamm annaðkvöld í tilefni að 25 ára afmæli Ástu, það verður nú gaman.

Ég læt ykkur vita af mér á næstunni.... (over and out)

Engin ummæli: