Já ég er munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru öll á föstudaginn til Reykjavíkur og síðan til Danmerkur. Svo núna er ég ein í kotinu. Ég var að vinna alla helgina og var lítið, mjög lítið heima, ég var mjög hissa á sunnudagskvöldið þegar ég kom heim úr vinnu að sjá að safafernan sem ég opnaði á föstudagskvöldið var enn í ískápnum og hafði ekki einu sinni verið snert!!! En það er víst það sem gerist þegar þú ert einn heima.....................maturinn hverfur ekki úr ískápnum, en hann birtist svosem ekki heldur.
Ég tók nú fyrsta munaðarleysisdaginn með trompi, dreif mig á fætur um morgunninn og fór til Akureyrar með það að leiðarljósi að láta nú smíða aukalykil eða tvo fyrir bílinn................en mér var tjáð að hann væri of ungur fyrir svoleiðis aðgerðir..já, ég var frædd um það að bílar smiðaðir eftir '95 væru með örflögu í lyklinum og því myndi venjuleg eftirsmíði ekki virka, þar með hefði ferðin átt að vera ónýt en nei ég græddi alveg helling...........það voru útsölur í gangi á Glerártorgi, ég keypti fína spariskó á tæpar 2000kr, voða fína támjóa skó með fellingum að framan(svona í stíl þær á maganum á mér) og hæl.............svo núna eyði ég öllum kvöldum heima hjá mér í náttfötum og hælaskónum.......................................bara djók ;)
Annars verð ég að segja farir mínar ekki sléttar með þennann bíl...........á föstudaginn fyrir viku var ég svo reið við hann að mér var skapi næst að ýta honum niður á bryggju og láta hann gossa í sjóinn. Sko ég fór á honum til Egilstaða (þar sem ég komst að því að hann væri golf ekki polo) en þegar ég ætlaði að fara fara á honum heim aftur tók hann upp á því að vilja ekki í gang........sama hvernig ég klappaði honum. Ég reyndi líka formælingar en ekkert gekk.. Pabbi gat að vísu startað honum og ég komst heim og á réttum tíma í vinnunna. (þetta var á afmælinu mínu, 1.ág) síðan var hann enn tregari í gang þangað til á föstudagskvöldinu vildi hann bara alls ekki fara í gang (þá var ég búin að eiga hann í viku og einn dag) auðvitað hringdi ég í Valda og hann hjálpaði mér að draga bílinn í gang...svo prófaði ég að drepa á honum og þá fór hann í gang svo að ég hélt að vandamálum mínum væri lokið og fór á honum í vinnunna....................en nei svo neitaði hann bara alveg að fara í gang fyrir framan vinnuna mína þetta kvöld.....................Og pabbi mátti gjöra svo vel að hjálpa mér að draga hann........................Á sunnudegi lét hann eins og mamma hringdi í afa og afi hringdi í karla sem hann þekkir og fékk einn sem var í sumarfrí til að kíkja í vinnunna til að lesa úr niðurstöðum sem fengust úr tölvunni á Bílaleigunni ( þessi maður er víst sá eini sem kann að lesa svona á Húsavík) En nei!!! Allt kom fyrir ekki. Það var víst ekkert að bílnum þótt hann vildi ekki fara í gang (góð talva sú) síðan voru þeir undirmannaðir á verkstæðinu............þá fór afi að hringja í fleiri kalla..........sem veltu því fyrir sér fram og aftur hvað gæti verið að þessum bíl.......................það kom svo í ljós að það sem var að var það sem faðir minn hafði tauta um allann helvítins tímann...............háspennukeflið! (!!!???Mér skilst að það sé eitthvað svipað auðvelt að skipta um það eins og að skipta um kerti) En ég fékk bílinn ekki aftur fyrr en um miðjan dag á föstudegi...............ha, þetta tók 4-5 daga að gera við eitthvað sem tekur ekki nema 30 mín að skipta um.......................Djöf var ég orðin pirruð.
Og þar með er ekki allt búið, nei nei............heldur þegar ég var á leiðinni inn á Akureyri biluðu rúðuþurkurnar, já!, sú bílstjóramegin vildi ekki hreyfast!!!!! Svo ég þurfti að keyra frá Akureyri í stöku skúrum með engar rúðuþurkur...........ég get ekki sagt að það hafi verið gaman.
Ég þorði einu sinni að segja afa frá biluninni þegar ég heimsótti hann daginn eftir, en sagði mömmu það þó (hún hélt að ég væri að ljúga, þetta væri ekki venjulegt) síðan talaði ég við hana seinna og þá sagði hún að ég þyrfti sennilega bara að herða bolta, sem og ég gerði í dag og allt virkar eins og það á að virka (to my best knowlege, anyhow)
Hey, síðan var staffapartý á Hvammi á laugardagskvöldið, ég var að vísu að vinna en ákvað þó að kíkja eftir vinnu og liðið var sko komið vel í það. Þessir fullorðnu útí garði með boozið og þessir yngri inni í singstar, líka með bús...............mjög fyndið að labba inn i svona drukkið partý alveg edrú. Ég ætlaði ekki að verða eldri þegar Toggi og stelpurnar tóku síðan keppni í einhverju þungarokkslagi..................Sem enginn hafði heyrt nema Toggi en samt tókst honum að tapa, lagleysi er víst mikið böl í hans fjölskyldu. (Þótt mér hafi nú aldrei þótt þungarokkssöngur fallegur söngur)
Síðan kíktum við út til fullorðna fólksins. Ína og Bima fóru að kostum, sátu með Ingu Þóris á milli sín og skiptust á að kalla hana Vigdísi Finnboga (Ég komst að því að þau höfðu verið í leik þarsem það er sett nafn aftan á þig og svo áttu að giska á manneskjuna) Inga hafði víst átt að giska á Vigdísi. But I guess u had to be there
Annars var ég að pæla í nafni á bílinn, Tómas II??? Einhverjar aðrar uppástungur?