Ég get ekki verið eðlileg. Nú er ég búin að vera fara í gegnum dótið mitt af því að ég er að flytja, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get engan vegin verið eðlileg. Ég er þvílíkur draslsafnari og ég tými aldrei að henda neinu. Er t.d. eðlegt að geyma símaskrá fyrirtækja síðan 2000, við erum að tala um það að fataskápurinn minn var fullur af fötum sem voru annað hvort of lítil, of stór eða bara hreinlega ónýt eða jafnvel löngu komin úr tísku. Hvað er að?
Annars fer ég til borgar óttans á morgunn, uppúr hádegi, þegar búið verður að sækja dótið mitt.