fimmtudagur, júlí 07, 2005

Ferðarsaga

Guð hvað það var gaman á Humahátíð, Sigrún Heiða átti alveg stórleik, það var bara eins og við hefðum pantað okkar einka grínista........sérstaklega á laugardagskvöldið, hún var svo sæt í jakkanum hans Smára, vildi að ég gæti sýnt ykkur mynd.........:)
Það var bara allt að gerast á þessarri hátíð
.................sko við Hildur byrjuðum á að gera smá gæðaprófun á góssinu sem við urðum okkur útum á Egilstöðum við skriðurnar, rétt hjá Djúpavogi, það var of snemma, því þegar það voru enn um 30 km í Höfn var ég farin að óska þess að ég væri með þvaglegg.................mér finnst hreinlega að ég ætti að fá medalíu fyrir að halda í mér. Loksins komumst við til Hafnar, þar var fyrsta stopp á klóstinu á tjaldsvæðinu, síðan fórum við að tjalda. Eftir að hafa setið í tjaldinu að snakki ákváðum við að drífa okkur á barinn..........enda enn langt í það að Ásta, Baldvin og Sigurrós kæmu........(Baldvin fær stórt hrós fyrir að nenna að hanga með bara stelpum ALLA helgina, hann reyndi að vísu svoltið að fá okkur til að veiða menn.........en það gekk ekki, lítill áhugi fyrir því)
Loksins komust þau þarna að sunnan á leiðarenda, svona rétt um miðnætti, þau komu á barinn.......en fóru samt snemma að sofa, enda erfið ferð að baki. En ég Hildur og Sigrún tókum til við að grilla ásamt fylgifiskum, ég vil meina að í þetta skipti hafi hamborgari bjargað lífi mínu. Nógur var verkurinn daginn eftir.
Þegar við vöknuðum var komið sólskin svo við drifum okkur út í sólbað.....................og síðan sund. Aldrei áður hef ég komið í sundlaug þar sem ekki eru læstir skápar, ætli fólkið á Höfn sé svona voðalega heiðarlegt að ekki þurfi að læsa?????
Síðan fór ég og lagði mig en hin fóru á markaðinn, hátíðarsvæðið, og komu svo "heim" með grillkjöt.
Um kvöldið var svo alsherjar partýstemmning á tjaldsvæðinu, þar sem Sigrún Heiða átti stórleik.....það má eiginlega segja að hún sé orðin með æfðari hjólbörum í þingeyjarsýslum, hvort sem það er norður eða suður. Svo fórum við á hátíðarsvæðið til að missa ekki af brennunni sem var aflýst, sennilega vegna kulda, efast um að það sé hægt að kveikja eld í svona miklum kulda....svo var haldið á ball með hinni æðisgengnu dansiballhljómsveit Skítamóral..og síðan heim í tjald.
Ennnnnn þegar við vöknuðum um morgunnin var komin þessi ægilega rigning og rok..........tjaldið mitt er enn að þorna á lóðinni............og ég fer ekki ofan af því að tjaldsvæðið á Höfn sé byggt í mýri sem ekki hefur enn verið ræst fram, það mætti allavega halda miðað við allar tjarnirnar á því. Samt held ég það hafi veri hápunktur hátíðarinnar hafi verið að fá að taka saman og ná tjöldunum niður, ef frá er talin framistaða Sigrúnar (auðvitað)