Já ég gleymdi að segja frá því að ég byrjaði í kór á síðasta þriðjudag. Samkórnum. og komst að því að ég er örugglega yngst, held ég nema "stjúpa" Lilju Friðriks sé yngri, veit ekki (veit reyndar ekki heldur hvort þetta sé stjúpan en held það). Mér leið eins og ég væri lent uppi á elliheimili og saknaði þessi mikið að vera ekki í stúlknakór eða háskólakór, sérstaklega þegar ég sá gamla dönskukennarann minn ganga í salinn (við erum að tala um það að maðurinn er kominn á ellilífeyri, þótt ekki sé hann elstur í anda) og svo var náttúrulega líka senjor Pig ( og þá er vitnað í útlit mannsinns), merkilegt samt hvað var mikið af kennurum í þessum kór.
Annars er ég bara búin að vera dúlla mér þessa helgina, þýða og leika við vinina
Já og Helgi bróðir lenti í slysi á föstudaginn, hann lenti í samstuði við Sigga Valla, það er náttúrulega eðlilegt að þegar tveir stórir menn lenda saman láti eitthvað undan. í þetta skiptið var það Helgi, hann var sendur með sjúkrabíl inn á Akureyri, en svo var bara allt í lagi með hann. (ég held hann hafi bara verið að þykjast) Nei annars maður á ekki að gera grín af þessu.
Ég lenti í brjálaðri rigningu þegar ég var labba heim í nótt, ég get svo svarið það að ég var bara blaut inn að beini. og síðan var þvottur fjölskyldunnar tekinn inn í morgunn og undinn aftur, því hann var blautari en þegar hann var settur út. (Andskotinn að hafa ekki munað eftir regnhlífinni þegar ég fór út)