laugardagur, september 25, 2004

Ellismellur

Mikið ósköp er maður orðinn gamall. Það var alla vegana tilfiningin sem ég fékk þegar ég labbaði niður í bæ rétt fyrir klukkan ellefu í morgunn, það var líka bara gamalt fólk (svona á sjötugsaldri) sem ég mætti á röltinu. Venjulega hef ég nú reyndar ekki verið vöknuð á þessum tíma á laugardögum, þ.e. ef ég hef ekki verið að mæta í vinnu enda kannski ekki verið ástæða til þess. En þar sem ég var sofnuð um 10 í gærkvöldi (þar kemur ellin enn inn) er nú kannski alveg eðlilegt að ég hafi verið vöknuð.
Jæja, ég gerði mér semsagt ferð niður í bæ til að kaupa mér kórmöppu, ekki hægt að vera bara með blöðin og allt í óreglu............reyndar hélt ég að ég myndi kafna þegar ég fór að skoða þessar möppur þarna.......... og ekki var það vegna rykofnæmis, heldur verðsins, fyrst skoðaði ég möppu eins og konan sem situr við hliðina á mér á, með plöstum og rosa fínt fínt.................en þegar ég snéri henni við sá ég að eitt svona stykki kostaði 1.990 kr. (eða eitthvað svoleiðis) þá hætti mér bara alveg að finnast þetta fín mappa, ég verð eiginlega að segja eins og er. -mér dettur ekki í hug að versla svona lítinn og ómerkilegann hlut fyrir næstum 2000 kall, ég hefði skili ef mappan væri úr leðri með ekta gyllingum............(nei, sennilega hefði hún þurft að kosta meira til þess) en jæja ég keypti svipaða möppu á 470 kr. En mér finnst líklegt að það sé svoltið í það að ég hætti mér aftur inn hjá honum Frikka