Í fyrrasumar þegar Aude vinkona mín var í heimsókn, þá kom ég við í Hveragerði og gaf henni ís í Eden. Er ekki skylda að koma við þar þegar maður fer um Hveragerði?
Nú, þegar við vorum búnar að borða ísinn þá ákvað ég að fara með hana svolítinn rúnt um Hveragerði sem endaði uppi við golfvöll, þar sem þessir hverir hafa myndast eftir jarðskálftana.
Mér hefur nokkuð orðið hugsað til þessarar ferðar með bros á vör þegar minnst hefur verið á þetta svæði, því þarna kom einmitt einn gullmolinn uppúr henni Aude þarsem við þræddum einbreiðann malarveginn.....-" Svanlaug, ég held að þetta sé ekki vegurinn til Reykjavíkur."
4 ummæli:
Það var nú ekkert leiðinlegur ístúr sem við tókum eitt sumarið.
Ef mig minnir rétt ætluðum við að láta Kópavogsbúann út við bæjarmörkin :) hihi
kv Koppur
Já við Kópavogsskiltið þegar maður kemur niður af Hellisheiðinni. Skrítið að hún skuli ekki hafa verið til í það.
Svanlaug
Já alveg stórfurðulegt :)
Annars hitti ég ungann mann um daginn með slátturorf. Hann var að djóka í fólki að aflima það ef það kæmi nálægt sér. Húmor í honum! :)
Kv Koppur
Ja honum tókst nú næstum að aflima sjálfann sig um daginn þegar hann sló yfir kínverja....það kostaði ferð á sjúkrahúsið og nokkur spor.
Kv.
svanlaug
Skrifa ummæli