sunnudagur, október 07, 2007

Talandi um búrókrata.

Ég fékk símtal fyrir um tveim vikum síðan, frá fyrrverandi leigusalanum mínum. Þar tapaði ég 30 mínútum af lífi mínu. Þá þurfti ég að fara aflýsa leigusamningnum mínum. Nú skyldi maður halda að það væri nóg að hringja í liðið sem vinnu hjá sýslumanni. En nei!!! Ekki var það nóg! Heldur þurfti ég að fara sjálf og hafa með mér afrit af leigusamningunum mínum.... Nú voru góð ráð dýr. Alveg villidýr. Ég hafði ekki hugmynd um hvar leigusamningurinn væri, hann var orðinn meira en ársgamall og þar að auki var ég flutt, fyrir um 3 mánuðum!!!!
Ég leitaði í öllum kössum hér heima. Og var gjörsamlega að gefast upp þar til mér datt í hug að hafa samband við Reykjavíkurborg. Þau lágu á samningnum mínum, eins og ormar á gulli, ég þurfti meir að segja að skrifa undir þegar ég tók hann með mér. Þetta þýddi að ég þurfti að gera mér ferð á svæðisskrifstofu reykjavíkurborgar í vesturbæ...gleði, gleði. Síðan fór ég skógarhlíðina að láta aflýsa þessu súper skjali, en nei ekki var það nóg! Þau stimpluðu aftan á samninginn og sögðu mér að láta leigusalann skrifa undir.
Það kostaði aðra ferð í Vesturbæinn og 45 mínútur af lífi mínu. Núna veit ég allt um drengina sem leigja íbúðina. Það liggur við að núna geti ég giskað á í hverning nærbuxum þeir séu þessa stundina.
Það var sem sagt um 3 klst prósess að aflýsa einu skjali.

Engin ummæli: