Jæja........það er langt síðan síðast, ekki satt?
Mig langar rosalega til að geta sagt frá einhverju ofboðslega fyndnu en það mest spennandi sem ég hef gert síðastliðnar vikur er að fara í klippingu og síðan á árshátíð, sem ég var edrú á, hver vill líta út fyrir að vera alki á fyrstu árshátíð sem maður fer á með vinnunni?
Annars er var svolítið sniðugt í klippingunni, þar var kona sem vildi fá hár sem að væri flott og sem ekkert þyrfti að hafa fyrir.....helst vildi hún láta klippa á sig sítt hár .... Ég vona að við gerum okkur öll grein fyrir vanköntum þessarrar bónar.
Já og síðan kom ég út eins og tættur hænurass, með lagningu. Þær klippa vel þessar stúlkur en...........þær greiða öllum eins og þeir eigi ekki langt í elliheimilisaldurinn. Ég kom semsagt út með sömu greiðslu frú Grimmhildur Grámann, 86 ára nágranni minn og bílaskelfir (konan er enn með bílpróf og það sést á bílnum).
sunnudagur, mars 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Að prófa, smá tékk, sumir þykjast ekki geta kommentað
HEHE... borgar sig ad tuda... en ég er OFT búin ad reyna ad kommenta og kemst ekki inn... og er oft búin ad ætla ad kommenta og segja tér ad fá tér nýtt blogg svo ég geti ritad komment... en já... held bara áfram ad tala vid tig á msn ;) Hilda
Skrifa ummæli