laugardagur, október 07, 2006

Ég gleymdi

Já ég gleymdi að segja ykkur frá því sem ég sá á Dropanum fyrir fáeinum vikum síðan.

Ég var að fara í fötin mín niðri í búningsklefa eftir vakt og sá þar dökkhærða konu sem var að klæða sig í jakkann sinn, sem væri nú ekkert sérstaklega óvenjulegt nema fyrir það að jakkinn var actually babybleikur gervi loðfeldur....ég rek náttúrulega upp stór augu, en kann þó ekki við að vera að stara á þessa konu.


Ég álpast upp stigann í bleiku móki og er að stimpla mig út, þegar ég hitti hann Eika og upp úr mér vellur þetta með bleika gervi loðfeldinn. Og þá spyr hann mig bara að því hvort ég sé viss um að þetta hafi verið kona?????
Það renna á mig tvær grímur, maður býst nú ekkert sérstaklega við því að hitta karlmann í kvennaklefanum með sítt dökkt hár og í bleikum gervi loðfeldi.

Hann Eiki fræddi mig síðan á því að það er víst kynskiptingur að vinna á 4.hæðinni, kynskiptingur með hryllilegann smekk, því hann/hún var eins og tuskudýr fá 8. áratugnum i þessum feldi.