miðvikudagur, maí 31, 2006

veik heima

Það dugar ekkert minna heldur en að mín verði veik til að mín nenni að blogga. Já, þetta er annar dagurinn sem mín meikar ekki í vinnuna fyrir hornös, hálsbólgu, hita og beinverkjum.

Annars er alveg fullt búið að gerast síðan síðast, Guðný stef búin að koma í heimsókn, Finnar búnir að vinna júró, ég er örugglega búin að fara svona 3svar á djammið, og alltaf að Celtic. Enda er maður farinn að kannast við starfsfólkið.....reyndar þekkti ég það nú fyrir......Dóri var nú að skjóta einhverju á mig þarna síðast þegar ég fór um dyrnar.....ég veit ekki hvað hann meinti....sennilega eitthvað í sambandi við að ég var í för með Hafliða og Gunna......Það var búið að fara með Ástu heim og ég ein eftir með vinum Baldvins, og Gunni uppástóð að við þyrftum að fara á Pravda, ég ætlaði nú að koma honum á séns (ekki með mér!!!) og síðan ætlaði ég að passa að Hafliði færi einn heim (kannski ekki mitt mál en..) En svo þegar við komum á Pravda voru bara karlmenn á staðnum, ja svona 80-90%, þannig að Gunni lenti ekki á séns það kvöldið.