sunnudagur, júní 12, 2005

Munaðarlaus

Hafiði pælt í þessu orði? Munaðarlaus? Laus við allann munað, eða svo myndi maður halda. Nei það þýðir að eiga ekki foreldra...........og þessi síðustu ár hefur það fengið nýja merkingu, foreldrar að heiman.
Já við systkinin erum munaðarlaus þessa dagana. Þau fóru í gærkvöldi í sveitasæluna á Melrakkasléttunni. Það er nú sjaldnast sæla þar. Oftast þoka og súld, ef ekki þá er þokusúld. Það eru fleiri sólarstundir í Reykjavík heldur en á sléttunni.
Helgi vildi að við færum að kæra þau fyrir vanrækslu, mér fannst það svoltið langt gengið þar sem við værum bæði orðin lögráða...............þá vildi hann kæra þau fyrir hönd Hermanns, jafnvel þótt tekið hafi verið loforð af mér að hann fengi ekki að vera úti fram á nótt, og að honum skyldi ekki vera hleypt út, nema í bandi. Sem minnir mig á litla stákinn í blokkinni sem við bjuggum einu sinni í sem var alltaf bundinn við snúrustaur eða þakrennu eða bara eitthvað svo hann færi sér ekki að voða................Sá maður er alveg voðalegur í dag.

Annars er ég búin að redda mér fríi fyrstu helgina í Júlí, ég á frí föstudegi til mánudags. Helgi bróðir vill meina að við verðum aldrei undir 6 tímum að keyra á Höfn i Hornafirði, malarvegir þið vitið.