Mér líður svona pínu aðeins eins og ég sé að svíkjast um í vinnunni. Ég byrjaði formlega að vinna á Elliheimilinu á þriðjudaginn og vann svo líka miðvikudag og fimmtudag, og síðan hef ég ekkert þurft að mæta......á að vísu kvöldvakt í kvöld.
Það var samt eitt sem mér var ekki alveg gerð grein fyrir þegar ég byrjaði þarna, jú að sjálfsögðu var mér gert grein fyrir þagnarskyldunni..........en það hefði í rauninni átt að segja mér að maður ætti að halda því leyndu að maður ynni þarna í aðhlynningu........það er víst voða fyndið. Og víst voða fyndið að spyrja hvort maður eigi hjúkkubúning heima, sem ég á ekki. (ég veit ekki hvort ég átti að fara heim með þennann sem spurði og máta búninginn fyrir hann, eða hvað?)