Ég frétti af konu sem fór á sjálfsvarnarnámskeið núna um daginn. Konu þessarri er mjög illa við ofbeldi og þótti henni hún þess vegna ekki alveg eiga heima á svona námskeiði, þar sem maður lærir hin ýmsustu bolabrögð og trix til að berja á árásamönnum sínum. Hún komst þó að því að maður getur nú ýmislegt gert án þess að berja mann og annann. Eitt ráðið þykir okkur Mörtu alveg einstaklega skemmtilegt. Það er ráð við nauðgunn. Það er þannig að kona sem verður fyrir því að einhver geri sig líklegann til nauðgunnar á bara hreinlega að míga eða skíta á sig, nema bæði sé möguleiki, það á nefnilega að reka árásarmanninn á flótta.
Góð ráðlegging, erfiðari í framkvæmd. Ég er ekki alveg að sjá það fyrir mér að mér tækist að míga eða skíta á mig svona rétt á meðan ég væri á flótta undan einhverjum árásarmanni. En það er náttúrulega bara ég....hvað með ykkur?